Síðasti síldartúrinn á þessari vertíð.
5.2.2009 | 09:34
Jæja gott fólk, þá er það síðasti síldartúrinn í Breiðafjörðinn á þessari vertíð, höfum heimild til að taka um 1000 t upp úr sjó í þessum túr. Það ætti að skila okkur u.þ.b. 500 t af flökum.
Fórum frá Neskaupsstað á þriðjudagskvöldið eftir að hafa landað þar rúmum 700t af flökum og um 500t af afskurði.
Siglt var norður fyrir landið að þessu sinni í fimbulkulda og frostþoku, var við öðru að búast?
Í dag viðrar vel til veiða og má reikna með að nótinni verði kastað í birtingu. Vonandi verður það með góðum árangri svo vinnslan geti hafist sem fyrst.
Spakmæli dagsins er: "Berðu þig ekki saman við þá, sem lifa við betri og álitlegri kjör en þú, svo að þú spillir ekki ánægju þinni. Sættu þig við þín eigin kjör."
Og með þeim orðum kveður Múffi
Athugasemdir
Þið standið ykkur vel,drengir. Sjáumst vonandi í næsta mánuði.Æsi
Ægir Sveins (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 02:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.