Löndun fyrir austan.

Já gangafréttir höfðu rétt fyrir sér einn ganginn enn. Það verður landað fyrir austan:). Fylltum á hráefnislestar í gær og héldum svo af stað austur um land til löndunar í Neskaupstað. Verðum væntanlega næstu nótt á flóanum fagra eins og stýrimaðurinn orðaði það svo snilldarlega:).  Löndun verður þó ekki fyrr en á þriðjudag þar sem enn á eftir að frysta rúm 200 tonn til að fylla frystilestina. Annars er allt gott og flensan er á hröðu undanhaldi og vonandi að hóstaköst, snýtingar og nefsog heyri brátt sögunni til. Gangið til góðra verka og Marri segir yfir og út.

Spakmælið:Baðfötin eru orðin svo lítil að aðeins mölur í megrun gæti lifað á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband