Góður gangur

Þá erum við hálfnaðir með frystinn og bara ágætis gangur á þessu mv. að við erum bara að keyra á 70% afköstum.  Fórum inn á Kiðeyjarsund og fengum þetta fína kast sem dugði til að fylla á allar lausar lestar eða rúm 500 tonn. Annars allt gott að frétta af okkur. Flensan sem hefur verið að herja á mannskapinn er í rénum. En hún hefur lagst einna verst á þá sem eru lélegir í lýsinu:).  Gangafréttir segja að það verði löndun í Neskaupstað eftir helgi en það á allt eftir að koma í ljós. Og með því segir Marri yfir og út.

Spakmælið: Haninn galar hæst, en litla hænan gefur afurðirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband