Fjölgun á bleiðunni.

Jæja gott fólk þá verður þögnin rofin. Erum komnir með félagsskap hérna á síldarmiðunum, Margrét og Súlan birtust hérna í fyrrakvöld, þeir eru að fiska fyrir landvinnslu Síldarvinnslunnar í Nesk. Af okkur er það helst að það hefur bara gengið vel að fiska eftir að við fórum frá Grundarfirði eftir bræluna á laugardagsmorgni. Erum komnir með á þriðja hundrað í frystinn og er meiningin að ná í meiri síld núna seinnipartinn svona til að hafa í handraðanum.  Þakka Kalla fyrir athugasemdina, persónulega er ég sammála honum, þurfum ekkert á því að halda að fá svía jöfnuðinn. Jæja þá er maður kominn á brautir sem ég var eiginleg búinn að lofa mér að fara ekki inná þannig að Marri segir nú yfir og út og gangið friðarins veg.

Spakmælið:Það sem er mikilvægt í lífinu er þess virði að vinna fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að það gengur vel hjá ykkur,ég átti nú ekki von á öðru.Hafið það sem allra best,kveðja,Æsi.

Ægir Sveins (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:36

2 identicon

Ég tók nokkrar ágætis myndir af ykkur á Grundó um daginn, setti þær inn á síðun hjá mér. Gott að þið eruð ekki einir á miðunum það vantar fleiri í gjaldeyrisöflunina.

Kv Gretar Þór

http://gretars.123.is/blog/record/343099/

Gretar þór (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband