Bræla
23.1.2009 | 21:40
Gerðum góða ferð austur á land og lönduðum í Neskaupstað 660 tonnum af afurðum og svipuðu magni í bræðslu. Erum bara ánægðir með þann afrakstur á tæpum tíu sólarhringum. Komum til baka hingað á Breiðafjörðinn í gærmorgun, passlega í brælu og ágjöf. Lögðumst að bryggju hér á Grundarfirði síðdegis í gær vegna brælu og er búið að blása til brottferðar kl. 8:30 í fyrramálið. Hið árlega þorrablót Hákons EA var haldið í kvöld og aldrei þessu vant fór það mjög vel fram. Pétur á heiður skilið fyrir trakteringarnar og rófustappan maður, sló öllu út. Og að því sögðu segir Marri yfir og út.
Spakmælið:Sá veit ekki mikið, sem segir konu sinni allt, sem hann veit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.