Á leiðinni austur

Það fór svo að gangafréttir höfðu rétt fyrir sér:). Fengum þetta fína kast seinnipartinn í gær sem dugir langleiðina til að fylla okkur. Stefnan sett austur á land og áætlaður ákvörðunarstaður er Neskaupstaður, reiknum með að verða þar á mánudagsmorgni. Annars allt gott héðan, kokkurinn bauð upp á egg og beikon í morgunmat í tilefni dagsins og verður maður illa svikinn ef það verður ekki millikassi eða afturdrif af lambi í hádeginu. Marri kveður og segir yfir og út.

Spakmælið: Langt erfiði gerir stutta nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: DG

Eruð þið ennþá á leiðinni austur? hvert eruð þið komnir ? Eistlands

DG, 22.1.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: DG

Væri gaman að fá fréttir við og við En vona að það gangi vel eins og hjá mínum mönnum sem eru á toppnum

DG, 22.1.2009 kl. 10:55

3 identicon

Ég setti inn nokkrar myndir sem ég tók af ykkur í dag á Grundarfirði. Set fleiri

Kv Gretar Þór

Gretar þór (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband