Umhleypingar
17.1.2009 | 07:44
Það eru engar stórfréttir af okkur. Erum komnir með á fimmta hundrað tonn í frystinn og farið að hilla undir lok túrsins. Enn vantar okkur þó 500 tonn um borð til að geta fyllt. Gangafréttir segja að við komum til með að landa fyrir austan um miðja viku og tel ég að það sé ekki fjarri lagi. Smá uppbrot var á deginum hjá þeim Jolly og Jóni Gunnari. En þeir voru sendir í land á léttabátnum eftir varahlut í annan radarinn. Það kom undirrituðum mikið á óvart hvað einn vettlingaþurrkari (sem ekki er í gangi) getur valdið miklum titring. Þar sannaðist hvað lítil samfélög eru viðkvæm fyrir breytingum en á móti ætti að koma að þau væru fljót að aðlagast. Að því sögðu segir Marri yfir og út.
Spakmælið: Jörðinni verður aðeins breytt af fólki sem lætur hana ekki breyta sér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.