Nóg af Síld!!!!
14.1.2009 | 19:44
Það gengur bara nokkuð vel þrátt fyrir sýkingu í síldinni. Fengum á fjórða hundrað tonn á mánudaginn og fengum svo gefins rúm tvöhundruð tonn hjá Kap VE. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Byrjuðum túrinn á að vinna síldina í flapsa og frystum á annaðhundrað tonn af þeim en í gærkvöldi var byrjað á að heilfrysta síldina. Enn er töluvert um sýkta síld í aflanum og er reynt að tína frá eins og hægt er. Með því hefur tekist að halda hlutfalli sýktrar síldar innan leyfilegra marka í afurðinni. Engar stórfréttir af göngunum að svo stöddu þannig að Marri segir yfir og út.
Spakmælið:Af foreldrum sínum lærir maður venjulega ekki annað en það, hvernig á ekki að fara með börnin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.