Löndun fyrir austan

Ingunn AKGóðan dag! 

Það er helst af okkur eftir hálfgert reiðuleysi síðustu daga að við fylltum allar lesta í gær, af síld til bræðslu. Hættum allri vinnslu á síld á laugardagsmorgni vegna sýkingar í síldinni. Óvíst er hvort það sem við frystum fram að því sé söluvara en við skoðun reyndist vera eitthvað um gölluð flök.  Þetta þarf að skoðast betur og um að gera að vona það besta.  Það verður að segjast eins og er að þessi pest í síldinni er stór skellur fyrir alla síldarvinnslu í landinu og förum við ekki varhluta af því.  Eins og ég sagði áðan þá fylltum við í gær, inn á Kiðeyjarsundi. Kallinn var aðeins ríflegur á því og gáfum við félögum okkar á Ingunni AK restina úr nótinni uþb. 250 tonn. Settum á fulla ferð austur um land til löndunar í Neskaupstað eða á Seyðisfirði um sjöleitið í gærkvöldi og verðum næstu nótt í höfn. Svona í lokin vil ég benda á nýjar myndir sem sýna best að þrátt fyrir áföll þá eru menn tilbúnir til að slá á létta strengi. Marri kveður í bili og þar sem ég er að fara í jólafrí vil ég nota tækifærið og óska lesendum síðunnar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Spakmælið: Þolinmæðin hjálpar ekki alltaf,- óþolinmæðin aldrei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva Golli Jó er komin sýking í tölvuna eða er svona mikið að gera svo það er bara ekki tími til að blogga.

kveðja Rafa

Benítez (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel strákar.   Gott að vita af ykkur þarna úti, þó að síldin sé slöpp.

Hún á eftir að braggast eins og við öll.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband