Styttist í löndun
30.11.2008 | 07:13
Sælt veri fólkið.
Erum komnir með hálffermi og er talað um löndun um miðja viku. Erum að skipta um sjó undir skipinu og erum rétt í þessu að koma hérna í Jökulfirðina með von um að ná í stærri og betri síld. Annars alt við það sama hér um borð og frekar létt yfir mannskapnum þrátt fyrir allt. Ég á von á að kokkurinn fari að dusta rykið af jólaskrautinu og sjá til þess að það verði hengt upp. Þangað til næst segir Marri yfir og út.
Spakmælið: Erfðir trúir maður bara á, ef maður á vel gefin börn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.