Farið að sjá fyrir endann á þessu hjá okkur.
21.11.2008 | 09:28
Góðan daginn gott fólk. Nú er farið að sjá fyrir endann á þessu hjá okkur. Okkur vantar ekki nema 150-200 T upp úr sjó og þá ættum við að vera komnir með nóg hráefni til að geta fyllt í frystinn hjá okkur. Fengum ágætis kast í gær þrátt fyrir slæmar aðstæður vagna veðurs, náðum að fylla í 2 og 3 lestarnar. Sennilega verður landað í Reykjavík mánudaginn 24-11 ef allt gengur að óskum.
Læt fylgja með nokkrar myndir af síldarmiðunum við Stykkishólm.
Gullkorn dagsins er:"Viska er betri en perlur og engir dýrgripir jafnast á við hana."
Gott í bili Múffi kveður.
Athugasemdir
Sælir félagar! Flott að sjá hvað það gengur vel. Sjáumst hressir. Bkv. Marri
Áhöfnin á Hákon EA-148, 22.11.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.