Löndun fyrirhuguð í borg óttans.
13.11.2008 | 14:41
Jæja jæja gott fólk þá er nú farið að sjá fyrir endann á þessu hjá okkur, áætlað er að landa í Reykjavík í fyrramálið. Ættum að vera búnir að fylla frystinn seint í nótt.
Þessi veiðiferð hjá okkur hefur gengið svona upp og ofan, mikið þurft að hafa fyrir því að ná síldinni svona inn á milli skerjanna við Stykkishólm. Síðasta kastið reddaði þó túrnum rúm 600 T.
Gullkorn dagsins á vel við á þessum síðustu og verstu tímum en það er: "Þá fyrst verður vel stjórnað þegar þeir komast til valda, sem hafa enga löngun til þess."
Nú er Marri að fara í frí og Múffi tekinn við og óskum við Marra velfarnaðar í fríinu og með þeim orðum kveður Múffi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.