Hálfnaðir

 Árni, Sævar L og BilliÞað hefur gengið svona upp og ofan  hjá okkur síðustu daga. Fengum á fimmtahundrað tonn í fyrir helgi sem var bara helv. gott hjá kallinum. Aftur á móti hefur helgin og dagurinn í dag ekki boðið upp á neitt krafta fiskirí en það er nóg í vinnsluna og það er fyrir mestu. Þetta gengur nú þannig fyrir sig að vinnslan hefur verið stöðvuð þegar farið er inn á milli skerja til veiða, svona um níu á morgnanna. Svo fer það nú eftir aflabrögðum hvenær vinnslan fer aftur í gang. Það hefur þurft að nota allan birtutímann til veiða og síldarleitar fram að þessu. Eða réttara sagt að finna síld á stöðum sem hægt er að ná henni. Mér skilst að það sé nóg af síld hér inn á milli skerja.

Þeir eru alvarlegir þeir félagar hér á myndinni til hliðar. Ómögulegt að segja til um hvað þeir eru að hugsa um, kannski að einhver geti getið sér til um það, þá endilega setja það í athugasemdir.  Ég sé að það er ennþá líf í rjúpnalandsmálinu, greinilegt að það voru bornar miklar væntingar til að um semdist. Nú læt ég staðar numið að sinni og Marri segir yfir og út.

Spakmælið: Leitaðu að einhverju fögru og þú munt finna það. Það er aldrei langt undan.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir félagar! Ég giska á að stöðin hjá Árna sé biluð og að stýrimaðurinn sé að skamma hann fyrir tuð í stöðina "Billi? Halló heyriru eitthvað í þessu"? Fariði svo að rusla henni upp! kv Helgi Freyr

Helgi Freyr (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:42

2 identicon

Ég held þeir séu að spá í láninu frá IMF.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband