Á landleið....

Jæja þá er botninn dottinn úr veiðunum í bili. Ákveðið hefur verið að drífa bara í löndun. Erum búnir að hækka í efsta gat þannig að okkur vantar nú ekki mikið til að fylla. Verðum væntanlega í landi í Neskaupstað seinnipartinn á morgun.  Þessi túr var allur tekinn í smugunni og eigum við einn túr eftir þegar síðast fréttist. Annars allt gott af okkur nema hvað að kaffibaunirnar eru að klárast og er verið að græja gömlu könnurnar. Segjum þetta gott í bili og Marri segir yfir og út.

Spakmælið: Ef þú veist ekki hvað þú vilt fá út úr lífinu, hvað heldurðu þá að þú hreppir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband