Bloggstíflan brostin

Eins og sjá má á skrifum þá eru allir atvinnubloggararnir hér um borð í fríi og varahjólið því hálflint sett undir.

Landað var á Neskaupstað síðastliðinn þriðjudag u.þ.b. 900T til bræðslu og 200T í frost. Þar var mikið blíðskaparveður og heldu menn þar hið árlega gólfmót Hákons-manna sem haldið er til minningar um fyrrverandi skipstjóra okkar hann Oddgeir Jóhannsson. Gaman er að segja frá því að mót þetta fer vaxandi ár frá ári og tóku nú ríflega 20 manns þátt í mótinu. Keppnin er orðin harðari og  Jón Gunnar ekki lengur með vinninginn í áskrift. Í ár sigraði Björgúlfur Jóhannsson bróðir Oddgeirs heitins og óskum við honum til hamingju með þann sigur. Spennandi verður að sjá hvort næsta ár toppi þetta mót.

Haldið var til veiða seinnipart þriðjudags, partrollað með Vilhelm og hefur veiði verið nokkuð góð. Spurningin bara hvort við séum að veiða rétta tegund, alla vegna eru norðmenn mjög sáttir með okkur þessa stundina.

Ekki verður skorast undan spakmæli dagsins: Karlmenn eiga við fleiri vandamál að etja en konur. Fyrst og fremst verða þeir að sætta sig við konur

Kveðja Matti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að bloggið er komið aftur af stað og að það gengur vel hjá ykkur.  Gaman að golfmótið gekk svona vel .  Bloggskrifari síðustu færslu er vel skrifandi og greinilega af góðum ættum.

kv Verðandi faðir í næstu viku og með 3 bein brotin

Tobbi 

Tobbi FH (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband