Síldarævintýri verður "makrílævintýri"
5.7.2008 | 10:55
Jæja gott fólk loksins kemur meira blogg, hefur reyndar verið lítið að frétta af okkur síðustu dagana. Búið að vera hálfgert reiðuleysi á okkur en vonandi fer það nú að lagast hjá okkur.
Fengum í gær um 200 t af 90% makrílblönduðum afla og reyndist það ekki vera vinnsluhæfur afli.
Seint í nótt fengum við síðan um 200 t og einnig var dælt um 150t um borð í Vilhelm Þorsteinsson. Reyndist þessi afli vera vinnsluhæfur þrátt fyrir 30-40% makrílblöndu.
Erum núna staddir á Þórsbanka í svartaþoku og mikilli traffík. Erum komnir með um 100t af flökum í frystinn.
Spakmæli dagsins er:" Enginn lifir svo öllum líki, og ekki Guð í himnaríki."
Múffi kveður og segir yfir og út.
Athugasemdir
Skilaboð til Bödda:
Flísaniðurrif ganga eins og í sögu, þó er útlit fyrir að þurfi að gifsa veggina uppá nýtt
Elsa (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.