Síldarævintýrið heldur áfram.
2.7.2008 | 10:44
Jæja jæja gott fólk, þá er enn á ný lagt af stað í veiðiferð og að þessu sinni ætlum við að partrolla með vinum okkar á Vilhelm Þorsteinssyni EA . Sendum við þeim okkar bestu kveðjur og væntum góðs samstarfs af þeim. Nú í þessum skrifuðum orðum eru þeir á Vilhelm að láta veiðarfærið í sjóinn og verðum við "hlerinn " þeirra fyrsta holið.
Fórum út frá Neskaupsstað á tólfta tímanum í gærkvöldi áleiðis á miðin austur af landinu.
Spakmæli dagsins er:"Allir þurfa hjálpar við"
Múffi kveður og segir yfir og út.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.