Komnir í land.
1.7.2008 | 07:23
Góðan dag! Lögðumst að bryggju um tvöleitið í nótt til að landa í bræðslu. Lönduðum samtals 317 tonnum af Makríl og síldarafskurði. Færðum svo undir frystilöndun sem hófst á slaginu sjö. Nú er ég að fara í frí og Múffi tekur við blogginu næsta mánuðinn. Hafið það sem best og Marri segir yfir og út.
Spakmælið: Ekki eru allar dyggðir í andliti fólgnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.