Ekkert að sjá
21.6.2008 | 07:20
Létum trollið fara í gærkvöldi norðan við Jan Maien og hífuðum seint í nótt uþb. 60 tonn. Nú er komið svo að bjartsýnustu mönnum lýst ekki á blikuna. Og þeim svartsýnu finnst að það hefði bara mátt sleppa þessum túr. Nú vantar okkur einungis 200 tonn upp úr sjó til að fylla frystinn, vonandi hefst það í dag. Sá að ég hafði gleymt spakmælinu í gær og læt því tvö fylgja í dag. Með þeim orðum segir Marri yfir og út.
Spakmæli: Ekki er jakki frakki nema síður sé.
Spakmælið: Gegnum tárin sér maður skýrar en gegnum gleraugu.
Athugasemdir
Góðan dag drengir, gaman að sjá að það gengur vel hjá ykkur (eins og alltaf sem betur fer)
Hvernig væri að slá eitt met fyrir gamlan skipsfélaga og flóttamann
Beztu kveðjur á stjórnpall... Dóri.
Flott síða hjá ykkur.
Halldór Jónasson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.