Búnir að finna hana.

Múkki í logniGóðan dag! Eftir nokkurt reyðuleysi í gær og síldarleit var kastað í gærkvöldi. Hífðum 200t í nótt af vænni síld, meðalvigtin 330gr sem er mjög gott. Gaman að heyra að það er að fjölga skipum á miðunum, Kap og Sighvatur lögðu af stað í gær. Læt hér filgja með mynd af Múkka (Fíl) sem er ekki tekin á pollinum á Akureyri heldur hér á miðunum um daginn. Þá var eins og að sigla á heiðartjörn, alveg spegilsléttur sjór. Kveðjur frá okkur og marri segir yfir og út.

Spakmælið: Margur kyssir barnið, en er ástfangið af barnfóstrunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband