Nóg síld í sjónum

Góðan dag gott fólk! Erum búnir að hækka í efsta gat en það er einn galli, það vantar síld um borð. Erum að leita ásamt Guðmundi VE og eru þá upptalin þau íslensku skip sem eru á svæðinu. Aðrir fylgjast með úr fjarska. Það er nóg af síld í sjónum, það er bara að finna hana. Það væri nú gott ef fleiri skip sæju sér fært að taka þátt í leit. Með von í hjarta segir Marri yfir og út.

Spakmælið: Sannleikurinn bíður ekki tjón við það að vera sleginn í andlitið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Himmi minn það er alltaf gaman að fá fréttir og það væri frábært að geta lesið nýjar fréttir yfir morgunkaffinu á hverjum morgni Er ekki hægt að ræða við Múffa um að það verði vinnuskylda vélstjóra á morgunvakt að hans fyrsta verk sé að blogga það yrðu margir mjög ánægðir með það hehe. En vona að gangi vel verst að samherja skipin skuli vera olíulaus.

kv david

Davíð (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:24

2 identicon

Kap og Sighvatur leggja af stað kl 4 í dag og munum við byrja að leita suður svæðið

Svenni (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:33

3 Smámynd:  Áhöfnin á Hákon EA-148

Takk fyrir kveðjurnar Davíð minn. Gaman að sjá að Vestmanneyingar fjölmenna til síldarleitar. Bkv. Marri

Áhöfnin á Hákon EA-148, 18.6.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband