Loksins loksins.

Gott kvöld gott fólk! Loksins kemur blogg frá okkur hér á Hákoni. Ekki vegna þess að það sé ærin ástæða til aflalega séð heldur svona meira til að láta vita af okkur. Það er ekki saman að jafna þessu túr og þeim síðasta. Fórum frá Neskaupstað eftir löndun sl. miðvikudag til síldveiða og enduðum hér norður í Jan Mayen lögsögunni. Byrjuðum á ágætis holi eða um 150 tonnum og lofaði það bara góðu. En holin þar á eftir voru hvert öðru minna sem endaði með uppihaldi í vinnslu í tæpan sólarhring. Í dag er búið að vera eitthvað kropp. Erum byrjaðir að roðfletta síldarflökin en að sögn eru góð verð í gangi á þeim. Erum búnir að sarga upp afla í rúmt fyrsta laq í frystinn. Í kvöld var brotin upp áralöng hefð hér um borð fyrir hamborgurum í sunnudagskvöldmat. Við fengum þennan fína ofnbakaða lax, sem kom í trollið hjá okkur, og ýsu fyrir gikkina. Takk fyrir tilbreytinguna Brúnn. Með þessum orðum segir Marri yfir og út.

Spakmælið:Það er verst með hyggindin, sem maður öðlast með aldrinum, hvað lítill tími er til að nota þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Var hér á ferð

Guðmundur St. Valdimarsson, 16.6.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband