Síldarævintýrið hafið.
21.5.2008 | 10:41
Jæja gott fólk, loksins er íslensk-norska síldin farin að veiðast. Köstuðum trolli um 140 sm norðaustur af Langanesi um tíuleitið í gærkvöldi. Hífðum svo aftur um miðnættið u.þ.b. 170 m3.
Síðan var aftur dregið í um tvo tíma í nótt og híft á glasi í morgun u.þ.b. 220 m3.
Vinnsla og frysting er hafin á fullu og fór það nokkuð vel af stað. Síldin er frekar horuð og töluvert af átu í henni. Meðalvigtin er um 330 g.
Liggjum nú á meltunni og flökum og frystum á fullu og vonandi verður hægt að kasta aftur með kvöldinu.
Síldin í flökunarvélinni. Síldin flökuð.
Gullkorn dagsins er: "Sitt upphaf velur enginn."
Jæja gott fólk nóg komið í bili Múffi kveður.
Athugasemdir
Góðir, já þetta er flott allavega flottara en leikurinn í gær gollinn biður að heilsa.
Áhöfnin á Hákon EA-148, 22.5.2008 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.