Fer að sjá fyrir endann.....
2.5.2008 | 08:26
Góðan dag! Verðum búnir að fylla frystinn um miðnættið en það fer ekki eins góðum sögum af bræðslufiski. Fengum eitthvað um 200 tonn í gærkvöldi eftir gærdaginn. Erum komnir með ca 300 tonn í gúanó en betur má ef duga skal. Ekki er komið á hreint hvort við leggjum af stað í land í kvöld eða laugardagskvöld. En hvað sem því líður þá segir Marri yfir og út.
Spakmælið: Vaninn er ýmist besti þjónninn eða versti húsbóndinn.
Athugasemdir
Halló Pabbi ! Gaman að sjá að ykkur gengur vel:) Á eftir klukkan 16:00 er Hrönn að fara í Skagafjörðinn í hestakrakkaferð og Sigrún er að fara í afmæli klukkan 18:00. Hlökkum til að fá þig heim, vonandi verður stutt þangað til=)
Love, Sigrún og Hrönn
Ps. Sigrún er búin að velja takkaskó híhí
Hrönn og Sigrún(: (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.