Í góðum málum.

Góðan dag! Höfum þetta stutt og laggott í dag. Erum komnir með rúm 200 í frystinn og er bara góður gangur á þessu. Hífuðum seint í nótt og reyndust vera ca. 200 tonn í sekknum, þannig að við erum vel settir næsta sólarhringinn. Einhver bræluspá er í kortunum en við vonum nú að það verði ekki til þess að við þurfum að fara að halda uppí. Og með því segir Marri yfir og út.

Spakmælið: Verkin sýna merkin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband