Kokkurinn látinn fjúka.......

Herfugl (Upupa epops)Góðan dag! Verð nú að byrja á að skýra út fyrirsögnina. Það stóð til að kokkurinn yrði aðalmyndefni dagsins en það kom miklu áhugaverðari gestur til okkar hér í gærkvöldi:). Þetta grey sem myndin er af fannst hér úti á dekki. Menn rak í vörðurnar með hvað þessi fugl hét og hver hans aðal heimkynni eru. Þökk sé netinu þá komumst við að því að hann heitir Hoopoe (lat;Upupa epops). Siggi Þorláks bætti svo um betur og kom með ísl. heitið sem er Herfugl.

Annars allt gott af okkur, lögðum af stað í land seinnipartinn í gær og verðum við norðfjarðarhorn um sexleitið í dag. Fullur frystir og um 1200 tonn í bræðslu. Hoopoe og Marri segja yfir og út.

Herfugl (Upupa epops)Spakmælið: Þegar um peninga er að ræða þá hafa allir sömu trúna.

Heimildir:http://en.wikipedia.org/wiki/Upupa_epops


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er virkilega flottur fugl ! Vitiði nokkuð hvar fuglinn lenti á skipinu, svona nokkurn veginn (utan eða innan landhelgi) ?

Yann Kolbeinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:10

2 identicon

Ég held að það sé pottþétt að það hafi verið fyrir utan

Sævar (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:45

3 identicon

og hvernig smakkaðist..  Þetta hlýtur að hafa verið her-ramannsmatur

bibbi (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband