Og enn styttist.....
22.4.2008 | 08:37
Góðan dag! Jæja þá fer þessum túr nú að ljúka. Erum komnir með tæp 600 tonn í frystinn og eitthvað um 1000 tonn í bræðslu. Erum rétt í þessu að dæla restinni úr pokanum sem myndin er af. (300+). Stýrimaðurinn ánægður með afrakstur næturinnar enda má hann vera það. Tókum eitthvað svipað fyrir miðnætti í gærkvöldi. Veit ekki hvort það verður tekið eitt hol í viðbót seinnipartinn þegar við verðu búnir að vinna aðeins niður úr tvö lestunum. En hvað sem því líður þá segir Marri yfir og út.
Spakmælið: Enginn er eins góður og hann heldur sig vera, - enginn eins illur og aðrir halda hann vera.
Athugasemdir
Kastið kveðju á Stýrimanninn.
Kjartan Pálmarsson, 25.4.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.