Annar apríl

Jæja gott fólk.

Bloggritari biðst velvirðingar á því að hafa vísvitandi farið með rangt mál í gær þegar tiltekin var löndunarhöfn og að ekki yrði um áhafnarskipti að ræða. Einhverjir létu þó blekkjast t.d. fréttist af tveimur skipsfélögum okkar sem væntanlegir eru um borð næst að vera að hringja í útgerðarmanninn og spyrja hann út í þetta. Þeir hafa væntanlega séð fram á að eiga lengra frí í vændum. Einnig fréttist af félaga okkar á Margrét EA sem var að furða sig á hvað við værum eiginlega að gera til Færeyja.  Einhverjar eiginkonur hringdu einnig um borð og voru heldur óhressar með að karlarnir kæmu ekki heim í frí.  Þannig að þetta aprílgabb telst hafa heppnast nokkuð vel.

Við verðum í landi á Neskaupstað um kl 22:00 í kvöld.

Gullkornið er:" Að umgangast eðlilegt og dugmikið fólk er lækning í sjálfu sér".

Fimmta erindið í þroskasögunni er:

Frá þrítugu til fertugs eru gjarnan góðar stundir
geysilegur vilji og margir ástarfundir.
Af talsvert meiri nákvæmni þú tilfinningar metur
þú treinir þetta lengur, þú gerir þetta betur.

Múffi kveður og segir yfir og út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband