Búið að skreyta aftur........
8.12.2007 | 19:04
Sæl öll! Ætlaði að skrifa um jólaskreytingar um borð í síðasta bloggi en það fórst fyrir. En jólabarnið Pétur Eyfjörð er búinn að vera sveittur við að hengja upp seríur undanfarna daga í borðsal og setustofu. Þetta er bara orðið heilmilislegt hjá okkur. En af veiðum og vinnslu er það helst að við urðum uppiskroppa með hráefni sl. nótt. Köstuðum í morgun og fengum uþb. 80 tonn og fengum svo hjá Kelanum ca. 400 og á annað hundrað frá Jónu Eðvalds. Horfur á að þriðja lagið sigrist um miðnætti eða fljótlega eftir það. Segjum þetta gott og segjum yfir og út.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.