Langt komnir með norsk/ Íslensku síldina
4.10.2011 | 19:06
Sæl öll!! vonandi beið enginn eftir fréttum!!?? Síðasti túr gekk með ágætum og þessi hefur gengið all-vel, smá brælur af og til en ekkert til að fárast yfir á þessum árstíma og búin að vera blíða í 4 mánuði þar áður. Byrjuðum á Héraðsflóa en færðum okkur fljótlega austar ca 90 -100 sm frá landinu, skruppum að vísu aftur í Héraðsflóann og fengum 50 tonn eftir 3 tíma en kallinn vildi frekari félags-skap og færðum við okkur Allir!!! ekki bara skipstjórinn austur á 100 mílurnar aftur, þar var jú ágæt veiði oftar en ekki og fengum við góð 200 tonn í hali´upp úr síðasta miðnætti, kvikuslampandi og stinningskaldi en erum á hægu róli í átt til lands, stefnt að löndun n.k. föstudag. Frosin núna 420 tonn ca. Þá eru nú blessaðir þingfurstarnir komnir í vinnuna aftur, með tilheyrandi messu og eggja-hríðar göngu, held þeir hefðu bara átt að taka hlé þessa daga sem liðu frá síðasta fundi í þinginu, þeir ætluðu jú aldrei að geta slitið sig frá þeirri samkomu og hefðu svo getað mætt aftur án þess að kalla út fjölmennt lögreglulið,það kostar sitt!! og alla tunnuslagarana og sparnaður hefði orðið í eggjum og jafnvel fleiru matarkins sem gaukað var að þeim, hefðu ekki einu sinni þurft í messu fyrst!! en kanske fengu þeir fyrirgefningu syndanna með þessu móti. hefur líkast til ekki veitt af að hreinsa til á listanum hjá þeim. Skólarnir fara í jólafrí og vetrarfrí en það þarf ekki að setja þá aftur eftir 10 dag eða tveggja vikna hlé með viðhöfn, og talsvert er áhugaverðara og uppbyggilegra sem þar fer fram heldur en það sem GAP-uxarnir láta sér um munn fara á ræðustól Alþingis oft á tíðum. Frú Nordal hefur líklega ekkert frétt af virkjunum sem eru rétt að fara í gang og aðrar virkjanaframkvæmdir sem í gangi eru, en það var ferskt í hennar huga að virkjun í neðri hluta Þjórsár var ekki komin á skrið!! Sigmundur Davíð talaði hátt og skírt að vanda en lítið sem kall-anginn getur staðið við, gæti trúað að hann væri bestur þegar hann sefur!!??.. Hlustaði á Steingrím í gærmorgun á rás 2 þar sem hann útskýrði hvað við værum lánsöm að skattar og álögur + niðurskurður væru miklu vægari en það sem helltist yfir okkur á síðasta ári, þetta hljómaði líkt og gengið væri útfrá stöðunni eins og hún var áður en 2010 hækkanirnar gengu í garð, mér fannst að fréttahaukarnir hefðu mátt benda honum á að þessar auknu álögur núna koma ofan á allt sem áður var lagt á landsmenn,.. Aftur að síldveiðinni, við erum jafnvel í næst síðasta túr á norsk-Íslensku síldina í haust,, og ágætt ef veiðin helst ekki fjær en 100 sm frá austfjörðum, sem lengst í haust. Smá skot á brúar-kallana*** þeir tala gjarnan í síma og talstöð sem er mjög eðlilegt, en það er nær undantekningarlaust að þeir segja,, ég er kominn með 13000 kassa* ég færði mig austar ** ég ætla að kasta fljótlega og Ég ætla að landa n.k. föstudag, við erum 24 um borð, kanske eru þeir ekki góðir í fleirtölu???????
Maður ætti aldrei að vera hræddur við að spyrja kjánalegra spurninga, það er þó betra en kjánaleg mistök
Kv / Seán
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.