Vélstjórar fara líka og koma.
10.9.2011 | 22:36
Blessuđ og sćl gott fólk! ég ćtla ekki ađ rekja söguna frá síđustu fćrslu, en sá vel ritandi Múffi tjónađi á sér ţumalfingur í lok síđasta túrs og fór ţar af leiđandi ekki alheill í frí en er vonandi á góđum batavegi eftir heimsókn á heilsu-viđgerđarstofnun í höfuđborginni. Löndun lauk s.l. laugardagskvöld og stutt var á síldarmiđin og hefur gengiđ međ ágćtum ađ veiđa síldina og nokkur tonn af makríl svona rétt til ađ ljúka endanlega ţeim 4000 tonnum sem höfđingjarnir í úthlutunarnefndinni létu okkur í té fyrir ađ koma sem allra mestu í manneldis-umbúđir áriđ 2009 ţegar flestir kepptust viđ ađ moka makrílnum í brćđslu og eru svo verđlaunađir ár hvert síđan međ vćnni úthlutun fyrir dugnađinn og metnađinn ađ gera sem mest verđmćti úr hinum eftirsótta makríl. Enski boltinn rúllađi í dag, samt rúlluđu ekki allir boltar á rétta stađi!! allavega ekki sá sem poolara-GARMARNIR misstu í markiđ hjá sér, og virtust sumir taka ţetta nćrri sér og voru ađeins međ hálfan huga viđ vinnuna fyrst á eftir en verđa vonandi heils-hugar eftir sunnudagssteikina á morgun!!?? Ađrir boltar enduđu oftast í réttu marki. Viđ stefnum ađ löndun á morgun, erum ađ ljúka vinnslu hér á Norđfjarđarflóa svo landstímiđ verđur stutt ef ađ líkum lćtur.
Vertu varkár gagnvart ţöglum manni og hundi sem geltir.
Kv / Seán
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.