Skipstjórar fara og skipstjórar koma.

Jæja jæja komið nú sæl.   Aflabrögðin hafa verið með ágætum hjá okkur erum nú þegar búnir að hálffylla hjá okkur frystilestina og með sama framhaldi búnir að fylla seinnipart föstudags. Heyrst hefur á göngunum að löndun sé fyrirhuguð næstkomandi laugardag.

 Sá fáheyrði atburður átti sér stað hjá okkur í dag að skipt var um skipstjóra í miðjum túr. Farið var inn á Vopnafjörð og skipstjóranum siglt í land á litla Hákoni og komið til baka með annan skipstjóra. Almenn ánægja er hér um borð með þetta nýja skiptifyrirkomulag því nú geta menn bara skipt hvort heldur sem þeir eru sjósprungnir eða landsprungnir, í upphafi túrs, í miðjum túr eða bara í lok túrs.

 Gullkorn dagsins er: "Einn er vegur allra inn í lífið og söm er leiðin út."

Nóg komið hjá Múffa í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband