ÁÁÁÁÁTTTTAAAAAA - tvö

Sæl verið þið.

 Lönduðum í Neskaupstað síðastliðin föstudag um 700 t af heilfrystri síld. Fórum út rétt um miðnættið og kláruðum að vinna upp nestið úr síðasta túr. Köstuðum í gærmorgun fengum smá skaufa seinnipartinn í gær. Fengum svo í 3-lestarnar í nótt þannig að það er bara alveg ágætis gangur í þessu hjá okkur. Sennilega verður hækkað um gat í kvöld.

Mannskapurinn misánægður eftir knattspyrnuúrslit helgarinnar. Poolararnir eru farnir að tala um einhvern bikar sem þá hefur víst dreymt um í áratugi.   Ekki eru allir United karlarnir ánægðir með úrslit dagsins, sumir tala um að sigurinn hefði mátt vera minni. Smá hræðsla hefur nefnilega gripið um sig á vaktinni. Spurning hvort menn fá einhvern kvöldmat eða hvort það verði nokkur ís á borðum í kvöld. En eins og flestir vita þá eru brytarnir okkar miklir Arsenal menn. Hef nú samt enga trú á því að snillingurinn í eldhúsinu láti þessi úrslit slá sig út af laginu.

Gullkornið að þessu sinni er: "Það besta við að vera frægur, er að þegar maður er leiðinlegur þá halda allir aðrir að það sé þeim að kenna."

Nóg í bili Múffi kveður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband