Loðnunót um borð þann 1 febrúar
4.2.2011 | 21:36
Sælt veri fólkið, afsakið gloppurnar í færslum hér, en löndunin í´Reykjavík þann 30 jan gekk eins og til stóð, og fórum við þaðan fyrir miðnætti, norðanmenn fóru lengri leiðina suður þræddu Dalvík - Ólafsfjörð - Sigló -Sauðárkrók og svo á beinu brautina til Rvk, Öxnadalsheiði lokaðist og úr varð þessi krókur. Við tókum svo loðnunótina á Eskifirði á þriðjudagsmorgni og náðum einu kasti síðdegis þann dag stutt undan Hornafirði, þar með rann vinnslan af stað og hefur gengið að mestu óslitið síðan, loðnan ágæt, og veðrið all-þokkalegt kaldaskítur eina nótt og talsverð kvika daginn eftir en varð ekki til trafala að ráði, erum búnir að frysta nálægt 400 tonnum og höfum hráefni í góðan sólarhring um borð eftir daginn, köstuðum 3x ekkert stórt en viðunandi, vorum rétt utan við Hrollaugseyjar í dag ásamt fleiri skipum í ágætu veðri, sólin kom upp um 9,45, og skein glatt um tíma, en frekar kuldalegt er samt að sjá til fjalla og skriðjökla sem gnæfa yfir Hrollaugseyjar,og ströndina bæði austar og vestar. Nenni ekki að skrifa um enskan heimskan fótbolta,, fótboltasjúklingarnir hjá Rúv gera það!!, en Akureyri handboltafélag stóð sig vel í gærkvöldi þótt ekki væri valtað yfir neinn, góð 2 stig. Sæl að sinni lesendur
Kv / Seán
Þeir eru til sem sýta ekki mistök sín en verða sármóðgaðir ef þeir sæta gagnrýni fyrir þau . Menn ættu að harma mistök sín og þakka fyrir að vera bent á þau. En læra að skammast sín ella!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.