Komnir í Norska lögsögu.
25.10.2010 | 22:46
Sæl enn á ný, Löndunin gekk eins og til var ætlast og lagt upp í næstu veiðiferð í byrjun 21 okt, Útstímið varð allmiklu lengra en undanfarna túra og tók vel á þriðja sólarhring með norðan 15 -20 m/sek á BB kinnunginn lengst af, en náðum á norsk síldarmið seint um kvöld þann 23 okt;71°44mín Nb og 15° 30 mín Austur -lengd, finnið svo staðinn á kortinu ykkar. Fyrsta hol drógum við í fyrrinótt og uppskárum 280 tonn af svolítið blandaðri síld, mest innan við 300 gr/stk, svo nú flökum við eða flöpsum hráefnið og hefur það gengið ágætlega, s.l. nótt drógum við innan við klukkutíma og fengum 200 tonn, svo að byrjunin lofar góðu og ekki ástæða til að halda annað en framhaldið verði viðunandi, veðurspáin allgóð fyrir næstu daga. Dagsbirtan endist stutt hér, nánast myrkur kl.16,00, en sæmilega bjart um kl,7,00 Semsagt góður gangur á öllu, vonum að Hermann Gunnar verði full-vinnufær fljótt.
Kv / Seán
Gæti átt við sumar athafnir stjórnmála-gemlinga;
Á aumingjunum fantabrögðin bitna
bera dæmin vitni allstaðar,
en púkarnir á fjósbitanum fitna
finnast margir lögspekingar þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.