Löndun áætluð á morgun 20 okt ,
19.10.2010 | 22:39
Sæl gott fólk, veiðarnar gengu virkilega skafið þennan túrinn, allt Gauja galvaska að þakka, tókum alls 4 hol og það stærsta kom síðast og erum við enn að frysta úr því, lönduðum í gær 80 -90 tonnum og stefnt að ljúka við að frysta hráefnið sem er um borð. Norðan næðingur á okkur á landleiðinni, verulega svalara en undanfarnar vikur, Vorum um tíma í Færeysku lögsögunni en enduðum í smugunni norðan Færeysku línunnar en þó voru skip að veiðum Færeyja megin líka, Komum hingað inn á Norðfjarðarflóa í gærmorgun og sjólagið með besta móti hér í skjólinu nokkur hundruð metra frá bænum. Ekki gengur brasið hjá poolurunum betur miðað við síðasta leik, og voru bullurnar hér um borð ekki kátir með sína menn og vönduðu þeim ekki kveðjurnar á köflum, var þó að sjá að þeim veitti ekki af uppörvun greyunum, en þeir þ.e. bullurnar, ku ætla að snúa sér brátt að öðru sem tengist vísunni hér á eftir, læt þetta gott heita að sinni.
Kv / Seán Eftirfarandi er nú allmiklu áhugaverðara og gáfulegra en að glápa á boltagemlingana. Svo poolarabullum er ekki alls varnað!!!****
Ekki er ég í huga hryggur,
Holdið vermir sólin skær.
Í næsta garði nakin liggur
nautnaleg og þrýstin mær.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.