Þar kom að

Jæja, það kom loksins fiskur um borð hjá okkur núna í morgun. Biðin eftir þessum viðburði er búin að vera ansi löng en eins og segir einhversstaðar þá birtir upp um síðir:)  Eftir leiðangur okkar um norðurhöf var stefnan sett á heimamið og erum við núna hér norð austur af landinu fagra. Hófum samstarf með Vilhelm EA í gær með að toga sameiginlega eitt troll. Það skilaði þeim árangri að við dældum í okkur uþb. 100 tonnum og dældum við svo restinni í Villan ca. 70 tonnum.  Ekki alveg ónýtt það. Þá er loksins hægt að fara að telja þennan túr niður að því gefnu að það aflist eh. á hverjum degi.  Og með því kveðjum við héðan af sjónum í bili, hafið það sem best. Marri.

Spakmælið:Það er ekki satt að konan geri karlmanninn að fífli. Hún gefur honum bara tækifæri á að þroska sitt náttúrulega eðli.  

Og annað í tilefni dagsins: Fyrirgefningin er óvinur reiðinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband