Ó veður

Apríl 08 259Daginn! Lönduðum í Neskaupstað sl. sunnudag, tæplega fullum frysti og 130 tonnum af úrgangi í bræðslu.  Annars er það af okkur að frétta að nú höldum við bara sjó lengst út í ballarhafi. Erum hér einhverstaðar í smugutotunni sem liggur norður á milli Jan Mayen og Noregs. Og fyrir þá sem horfa á RÚV, á sunnudagskvöldum,  þá erum við 270 mílur VNV (vest-norð-vestur) úr Hvaley í Noregi. Og svona til að staðsetja okkur enn frekar erum við 260 mílur austan við Jan Mayen. Útlit er fyrir brælu eh. áfram en lægjandi um helgina. Það fer vel um mannskapinn, blaðalestur, sjónvarpsgláp og net vöfrun. Það reynir á kokkinn í svona reiðuleysi og á hann hrós skilið fyrir geðprýði og góðan mat. Konur þið getið nú ímyndað ykkur að hafa 23 kalla í fæði sem hafa ekkert að gera. Ykkur finnst kannski yfirdrifið nóg að hafa þennan eina:)?   Læt hér fylgja með brælumynd sem tekin var á kolmunnamiðum vorið 2008.

Bestu kveðjur af sjónum, Marri.

Spakmælið: Það sem vinir verða varir við löngu á undan okkur, er það að við eldumst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ

gott að fá frettir af ykkur og gaman að fá mynd með :-) eg verð nú að segja að ég myndi deyja að vera þarna í þessu veðri........................

kokkurinn á hrós skilið, get vel ímyndað mér ástandið þarna með 23 svanga stráka   :-)

kveðja til ykkar, og þó einkum og sér í lagi til eins vélstjóranns  :-)

rakel (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband