Fregnir

Eitthvað hafa áttirnar skolast til hjá mér í síðasta bloggi, þar sem ég skrifa "austur á heimamið" á að sjálfsögðu að standa " vestur á heimamið", því það er alveg ljóst að ekki tókum við hnattsiglingu á tæpri viku. Annars er það helst að gangafréttir herma að búið er að panta löndun á sunnudag. Sú fréttaveita hefur oftar en ekki rétt fyrir sér svo við skulum bara bíða og sjá. Að vísu er kallin stundum grunaður um að koma af stað sögum (fréttum) sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, það er þá meira til gamans gert.  Fengum 130t af hreinni síld nú í morgun þannig að sunnudagslöndun styrkist með hverjum deginum sem vinnsla helst uppi.

Bestu kveðjur til allra, Marri

Spakmælið: Allt er fyndið, svo lengi sem það gerist hjá öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband