Byrjaðir að flaka á ný

Sælt veri fólkið.

Þessi túr fór nú frekar rólega af stað þar sem aflabrögð voru ekki alveg eins og best er á kosið en nú er veiðin aðeins farin að glæðast. Erum hættir að heilfrysta síldina og byrjaðir að flaka. Komnir með tæp 260 T í frystinn hjá okkur.

"Poolararnir" um borð hjá okkur eru búnir að vera frekar langt niðri síðustu daga  eftir að þeirra annars ágæta knattspyrnulið var niðurlægt í viðureigninni við Man. City síðastliðið mánudagskvöld. En þeir eru mjög lánsamir eiga mjög skilningsríka skipsfélaga sem gæta fyllstu nærgætni í umgengni við þá.

Gullkornið að þessu sinni skal vera:  "Aðgát skal höfð í nærveru sálar."

Múffi kveður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband