Síld - Síld - Síld
23.8.2010 | 10:17
Sælt veri fólkið. Við lönduðum í Neskaupsstað síðastliðinn laugardag um 650 t af heilfrystri síld og hausskornum makríl. Fórum aftur út þá um kvöldið og köstuðum í gærmorgun. Eftir stutt tog var híft og reyndist vera frekar rýr aflinn sem kom úr því toginu. Færðum okkur svo um set á annað veiðisvæði um 160 sm NA af langanesi. Erum nýbúnir að kasta hér á svæði þar sem þeir voru víst að fáann um daginn, eins og þeir segja í brúnni.
Allt gott að frétta af körlunum um borð, fengum steik í gær í tilefni þess að "Boris" átti afmæli. Bloggsíðan óskar honum til hamingju með daginn. Reyndar féll nokkur skuggi á gleði dagsins hjá honum vegna úrslitana í leik Man. United og Fullham. Átæðulaust samt að láta þetta hafa áhrif á sig því United náði þó einu stigi, það er þá ekki eftir. Það geta bara ekki öll lið skorað sex mörk í hverjum leik!
Annars er kvíðastigið fyrir leik Man. City og Liverpool ,sem leikinn verður í kvöld, farið að aukast og er það helst vegna þess að leikurinn hefst á sama tíma og fréttatíminn er á RUV. Fréttaþyrstir hafa nú reynt að sýna töluverða sanngirni og yfirleitt fá fótboltabullurnar að horfa á síðari hálfleikinn. Samt hafa sumir orðið frekar súrir yfir því að missa af fyrri hálfleik og ekkasogin hafa því truflað áhorfið á fréttatímann.
Gullkorn dagsins verður: "Margir menn ganga mest í augun tilsýndar."
Múffi kveður.
Athugasemdir
Fallegt af ykkur að gefa Boris kjöt á afmælinu, bestu þakkir fyrir það.
Gangi ykkur vel. Ásta.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.