Síld - Makríll

Sælt veri fólkið.

 Af okkur er það helst að frétta að við lönduðum í Neskaupsstað síðastliðinn fimmtudag og héldum svo í kjölfarið til síldveiða þá um kvöldið. Botninn virðist nú vera dottinn úr síldveiðunum og erum við nýbúnir að kasta á makrílmiðum. Vorum komnir með u.þ.b. 160 t af heilfrystri síld í frystinn hjá okkur.

Af körlunum er bara allt gott að frétta. FH-ingurinn um borð er náttúrulega í sjöunda himni yfir úrslitum bikarleiksins í gær. Hann var að fylgjast með lýsingunni á netinu á meðan á leiknum stóð en honum fannst upplýsingarnar eitthvað skila sér hægt með þeim miðlinum þannig að haft var samband við hinn skelegga íþróttafréttamann, Valtýr Björn, og hringdi sá maður þá strax um borð um leið og mörkin voru skoruð. Góð þjónusta það. Annars er mikil spenna um borð  fyrir leik Liverpool og Arsenal  í dag og eru menn strax farnir að spá í úrslitin. En eftir leiki gærdagsins þá tyllti besta knattspyrnulið Englands sér strax á toppinn með glæsilegum leik gegn nýliðum WBA.

Gullkorn dagsins verður:"Vertu aldrei sá þriðji þegar tveir deila."

Múffi kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband