Fyrsta veiðiferð ágústmánaðar hafin

Sæl enn og aftur, lönduðum í gær tæpum 500 tonnum í bræðslu og 660 ca af frosnu. Skiptum um annað trollið og að ég best veit hlera líka, renndum svo út í Seyðisfjarðardýpi og hífðum eftir daginn 80 tonn,mest síld, erum svo á norður-róli núna í von um að rekast á bitastæðar torfur, eða í það minnsta þokkalega dreif, glampandi sól í kvöld en þoka var lengst af í dag og golukaldi, en indælis sumarkvöld núna, enda komnir norðar þar sem allajafna er betra veður*****  Fengum kokk sem ekki hefur verið á þessu ári , en var nokkra túra í fyrrasumar, svo búast má við       að einhverjar breyttarr áherslur verði í matreiðslunni einhvern daginn, en ekki er líklegt að nokkur maður slakni undir belti þær vikur sem Snæbjörn eldabuskast hér.    Þá er mál að linni!!

                                                                   Kv / Seán

Ljúf kom hún inn og laus við hroka,

leggja kvaðst öll sín verk í dóm,

Samfylking gaf mér sætt í poka,

Sárþjáð er tönn í efri góm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband