Sólarlaus veiðiferð 12 til 21 júlí,

Sæl enn á ný, afsakið hve langt er liðið, við lukum síðustu veiðiferð þann 22 júlí s.l. veiðin gekk allvel en svarta þoka var nokkra daga og alskýjað hina dagana svo ekki skapaðist hætta að menn  yrðu sólbrúnir þótt úti væru tvo seinniparta þegar trollið var flækt og gáfust menn loks upp á að greiða úr flækjunum og slógu undir öðru trolli, flækjufræðingar frá Eskifirði leystu svo vandan þegar í land var komið,  vorum með      600 tonn  rúm frosin og 500 t ca, í bræðlsu. Héldum svo út á ný og höfum verið að skrapa  20 til 80 tonn í hali hingað til, búið að hífa 4 eða 5 sinnum, og nú erum við að leita og útlitið frekar dauft,  erum nálægt 66° 40 mín N-breidd og 13° W-lengd, höfum verið á þessu róli síðustu daga, svo skuluð þið fara í kortið og finna staðin um það bil, og þeir sem ekki kunna það þegar!? drífa í að læra listina á kortaborðinu, það er ekki flókið!!!

                                                               Kv / Seán

Framsóknar kom hér flokkur krankur

flæktist um húsið, ekki gaf

verðmæti nein og virtist blankur,

veifandi grænum betlistaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi fer að að koma fullur kraftur á þetta hjá ykkur

koma svo

kv Ella 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband