Kastað í Norðfjarðardýpi síðdegis
16.7.2010 | 21:46
Heil og sæl gott fólk, síðasta hol gaf okkur 140 tonn í gærkvöldi, makríll, og stærðin lítt eftirsóknarverð, færðum okkur svo s.l. nótt og í dag norðvestar og köstuðum í Norðfjarðardýpi, og erum enn að draga, einhverjir bátar voru hér þegar við komum og frekar síld sem þeir hafa fengið. Einstaka skip verða að snúa sér frá makrílnum vegna þess að kvótinn fer þverrandi og viðbúið að einhver makríll slæðist með fram eftir sumri svo við megum ekki klára hann alveg núna. Við erum búnir að frysta hátt í 200 tonn svo enn er verulegt borð á lestina, en þetta kemur með kalda vatninu, var stundum sagt! (ekki bara í gamla daga) Veðrið er frekar hryssingslegt núna, 15 - 20 m/sek NA (norð austan) og rigning af og til, annars allt ágætt af liðinu að frétta.
Kv / Seán
Við að reyna að ná því ómögulega, nær maður öllu mögulegu!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.