Lokahol að koma á síðuna,10,30
10.7.2010 | 10:58
Sæl gott fólk, frekar slitrótt innkoma frétta á síðuna, en afsökunin að verkefnastaðan er allgóð síðustu daga og fésbókin leysir fréttaþörf margra, ekki allra! sumir eru sem betur fer vel jarðtengdir enn!!! svo skaðinn er vonandi ekki stór.. Veiðin hefur gengið allvel, frekar lengi og oft togað til að halda vinnslunni gangandi, en gengið nokkurn vegin upp, góðar líkur á að frystilestin fyllist í kvöld og löndun á mánudag í síðasta lagi, hvort því fæst flýtt, veit ég ekki. Höfum verið í svarta þoku dag og dag og alskýað þar á milli, en sólin hefur ekki skinið á okkur, ja varla í þessum túr!! en eitthvað hefur verið svalt og votviðrasamt á landinu okkar síðustu daga, en sumarið heldur áfram núna, þótt sumir tali um að sumarið hljóti nú að bresta virkilega á þegar hættir að rigna!!!, en er ekki sumarblíðan kærkomnari ef regn og kalsaveður hefur verið dagana á undan, það er ekkert varið í langvarandi óskablíðu! hún verður leiðigjörn líka. Erum í þoku núna en indælis veður engu að síður!!!
Kv /Seán.
Fjórir í barka, fimm í skut,
fagurt er á þeim roðið,
þá eru komnir þrír í hlut
og það er nóg í soðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.