Lönduðum s.l. föstudag +
5.7.2010 | 21:40
Sæl öll tryggir sem gloppóttir, gúanólöndun lauk upp úr miðnætti, byrjun laugardags, frá Nes milli kl, 2 og 3. Byrjuðum í Seyðisfjarðardýpi og fengum þar meiri síld en makríl en magnið varð ekki mikið, færðum okkur í gær lítið eitt sunnar og þó meira austur, hífðum 50 tonn síðdegis í gær og fengum svo 220 tonn í dag og erum ágætlega settir með hráefni til morguns, nánast allt makríll síðustu 2 hol. búið að frysta 180 tonn, eða þar um bil. Vinnslan gengur þokkalega að vanda og heilsufarið á liðinu allgott. Fáeina þorska höfum við fengið og kokkurinn matreiðir hann steiktan og saltaðan jafnvel bollaðan og fúlsa fáir við þessu en ekki telur hann vogandi að bjóða upp á soðin þorskflök á línuna því það telja sumir ekki mannamat, og gæti endað með rógsherferð á okkar ágæta kokk sem reynir að gera öllum til hæfis og ekki síst þeim sem ættu ekki skilið að eldað væri ofan í trantinn á þeim. Þetta verður að duga að sinni.
Kv / Seán
Sumir halda að snildin gangi í erfðir, aðrir eiga ekki börn! nema þeim hafi skrikað fótur-inn!!
Athugasemdir
hæhæ strákar..... :-) á ekki að skirfa pisstilinn??????? alltaf svo gamana ð lesa koma svo!!!!!!!!!!!
kveðja til ykkar, einkum og sér í lagi þó einn sem fær kveðju:-)
kv R
rakel (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.