Löndun á morgun.
14.6.2010 | 09:51
Sælt veri fólkið. Jæja nú er komið að fyrstu lönduninni hjá okkur á þessari síldarvertíð, til stendur að landa í Neskaupstað á morgun. Erum reyndar ekki alveg búnir að fylla því botninn datt skyndilega úr veiðunum í gær en okkur vantar tilfinnanlega 200t upp úr sjó til að sigra þetta. Sjáum hvað dagurinn í dag ber í skauti sér. Annars allt gott að frétta vinnslan hefur gengið ágætlega allan túrinn án verulegra tafa vegna bilana.
Gullkorn dagsins verður að þessu sinni: "Enginn er svo heimskur að hann geti ekki þagað gáfulega."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.