Síldarvertíðin hafin!

Sælt veri fólkið.    Loksins heyrist frá okkur á blogginu!

Fórum frá Akureyri síðastliðin mánudag eftir góða sjómannadagshelgi og þriggja vikna slipp- og viðgerðarstopp. Komum á síldarmiðin 160 sm norðaustur af Langanesi um hádegisbilið þriðjudaginn 8-6. Fengum strax síld í 2 og 3 lestarnar, frekar magra og fulla af átu. Vinnslan fór ágætlega af stað þrátt fyrir smá hnökra eftir langt stopp. Erum búnir að hífa tvisvar aftur nú þegar þetta er ritað og höfum við nóg hráefni til vinnslu næsta sólahringinn. Í frystinn eru komin tæp 200 t af flökum þannig að þetta lofar bara góðu 7-9-13 !

Spakmæli dagsins verða: "Karlmaðurinn elskar með augunum, konan með eyrunum."

Múffi kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband