Vertíðarlok!
9.5.2010 | 21:59
Jæja gott fólk nú er farið að síga á seinni hlutann á þessari kolmunnavertíð hjá okkur. Tókum síðasta holið nú um kvöldmatarleitið og reyndist það vera um 100 m3 sem nægir okkur til að fylla á frystilestina hjá okkur. Ættum að ná að klára að fylla hana annað kvöld.
Landstím er hafið og létt er yfir flestum mönnum um borð og þó sérstaklega þeim er halda með knattspyrnufélaginu Chelsea í Englandi en þeir urðu í dag Englandsmeistarar.
Stuðningsmenn knattspyrnufélagsins Man. United eru einnig kampakátir vegna þessara úrslita þar sem þeirra lið lenti í öðru sæti og hampaði silfurpeningi að verðlaunum. Reyndar höfðu þeir ágætu menn á orði að Chelsea gæti þakkað enska dómarasambandinu þennan meistaratitil, hvað sem það nú merkir. Einhvertíma var sagt að gott silfur væri gulli betri.
Gullkorn dagsins verður að þessu sinni:"Sá er mestur sigurvegari, sem sigrar andstæðing sinn án þess að slá hann."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.